Heimir Björgúlfsson

17.4.-11.5.2014

VÆNN SKAMMTUR AF SVÍVIRÐINGUM, ÞAÐ HÁLFA VÆRI NÓG

Í verkum sínum varpar Heimir Björgúlfsson fram spurningum á persónulegan hátt um samskipti mannsins og umhverfi hans, sín og umhverfis síns. Hvernig við sjáum það og upplifum eftir því hver við erum, og hvaðan við komum. Hann hefur áhuga á að spyrja hvernig við tökumst á við náttúruöflin og hvernig þau birtast í okkar daglega umhverfi og hvernig hið undarlega eða óvænta getur sprottið úr því.

Við höfum flest öll myndað okkur skoðanir á því hvað náttúran er, hvort sem við erum frá Íslandi eða annarstaðar frá. Flest fólk býr yfir einhverskonar persónulegu sambandi við náttúruna og það má einnig deila um hver mörkin á milli manns og náttúru eru, hvað sé manngert og hvað sé náttúrlegt umhverfi.

Við getum endalaust efast um hversu náttúruleg náttúran er og fyrir hverjum. Við getum verið að horfa á nákvæmlega sama umhverfið eða landslagið, en upplifað það á gerólíkan hátt. Skynjun okkar og skilningur er ekki hlutlaus heldur á sér stað í ákveðnu menningarlegu samhengi og er því ávalt hlaðinn menningarbundinni og/eða persónulegri merkingu. Listamaðurinn er ekki að leita lausna, heldur varpa fram spurningum.

Þetta kemur fram í gegnum mismunandi miðla, þar sem Heimir leitast vísvitandi við að nota mismunandi vinnuaðferðir sem nærast á og upphefja hvor aðra en stangast ætíð á. Öll verkin byrja útfrá hugmyndum um klippimyndir og hann notar eigið umhverfi sem brunn fyrir verk sín, þar sem hann býr, hefur búið og ferðast. Að læra í Hollandi hafði mjög mótandi áhrif á Heimi sem listamann, þar sem hérumbil hver fermetri af landi er skipulagður af mönnum, jafnvel heilu skógarnir sem eru  “villtir skógar” eru á manngerðu landi. Þessar andstæður við umhverfið sem hann ólst upp í, ósnortnar víðáttur Íslands og óskipulagðir kaupstaðir gáfu honum grunninn að þeirri hugmyndafræði sem myndlist hanns snýstst um.

Með þessa reynslu, hvernig bakgrunnur hanns stangast á við það umhverfi og þá menningu sem hann hefur búið við í Amsterdam, hefur mótast enn frekar í því umhverfi sem hann býr nú við í Los Angeles þar sem menningin er flóknari og umhverfið fjölbreyttara hvort sem það er manngert eða náttúrulegt.

Pin It on Pinterest

Share This