Týsgallerí býður upp á sjónlýsingar og er það framlag til bætts aðgengis fatlaðra, í þessu tilfelli blindra og sjónskertra til að njóta menningar og lista. Þetta verkefni er unnið í samstarfi við Þórunni Hjartardóttur sem hefur starfað við blindrabókasafnið um árabil og hefur mikla reynslu af sjónlýsingum. Týsgallerí fékk styrk frá Blindrafélaginu fyrir lýsingu á tíu sýningum sem gerir þetta mögulegt.

Að vera með sjónlýsingar í myndlistargalleríi hefur ekki tíðkast á Íslandi en við vonumst til að fleiri fylgi í kjölfarið.

Sjáandi hafa einnig nýtt sér sjónlýsinguna og notið vel.

Pin It on Pinterest

Share This