Baldur Geir Bragason

MERKI 10.10.-10.11 2013

Baldur Geir Bragason útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2001 og frá Kunsthochschule Berlin Weissensee 2007. Hann hefur verið starfandi sem myndlistarmaður frá útskrift og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum og haldið einkasýningar. Sýningin hér ber heitið Merki og sýnir hann þrjú verk; Merki, Þroski og Innkaupapoki.

Myndlist Baldurs er myndlist um list þar sem listin hverfist um sjálfa sig. Hann notar hefðbundna miðla og viðfangsefnin eru kunnugleg, jafnvel hversdagsleg. Í verkunum felast jafnframt nútímalegar skýrskotanir þar sem hið ofurvenjulega er hafið upp á plan listarinnar og er útkoman marghlaðinn einfaldleiki. Þegar verkin koma saman þá verður til sértakt samtal ólíkra verka sem færir áhorfandan inn í einhverskonar sögu, jafnvel ummerki atburðarrásar sem þó er erfitt að setja fingurinn á.

Pin It on Pinterest

Share This