KJÖR / Haraldur Jónsson

Haraldur Jónsson 5.2-1.3. 2015

Sýningin KJÖR er með nýjum verkum Haraldar Jónssonar. Haraldur hefur á 25 ára ferli sínum komið víða að í listsköpun sinni og markað sér stöðu með skýr og afgerandi höfundareinkenni. Sú sérstaða markast af því hvernig hann safnar í sarpinn og þræðir sig um ólík rými út frá ákveðinni nálgun — sem er hvort tveggja í senn landkönnun tilfinninga og hins ómælanlega heims.

Viðeigandi kjörorð gætu hljómað í þessa veru: “I do not know what I may appear to the world, but to myself I seem to have been only like a boy playing on the sea-shore, and diverting myself in now and then finding a smoother pebble or a prettier shell than ordinary, whilst the great ocean of truth lay all undiscovered before me.”

En rétt eins höfundur þessara orða, vísindamaðurinn Isaac Newton var ekki allur þar sem hann var séður — þá býr meir en stundargaman að baki þeirrar leikgleði sem einkennir list Haraldar Jónssonar. Úr úthafinu veiðir hann furðuleg djúpsjávarkvikindi — hugrenningartengsl og tilfinningar — sem draga sannleik upp úr myrkrinu sem við síður viljum kannast við — sannleik sem við jafnóðum sveipum dulum: þagnir, mörk, uggur og litir — út í skapandi eirðarleysi.

Pin It on Pinterest

Share This