INNVIÐIR / WITHIN – Húbert Nói Jóhannesson

Húbert Nói Jóhannesson

Húbert Nói Jóhannesson hefur í höfundarverki sínu gaumgæft STAÐSETNINGAR og MINNI og lögmál þeim tengd, KYRRSTÖÐU og HREYFINGU.

Minni getur verið persónubundið og sameiginlegt

„Fyrir 30 árum gerði ég sjálfsmynd. Af henni má sjá að inní mér var þegar sjálfsmynd Caspar David Friedrich, Der Wanderer ueber dem Nebelmeer, eftir að ég hafði séð og upplifað verkið af myndum. Margir bera það verk þannig innra með sér.

Dags daglega er sjálft verkið hins vegar staðsett á norðurvegg í sal á 2.hæð  Hamburger Kunsthalle í Hamborg, Þýskaland”

Húbert Nói jóhannesson (1961) útskrifaðist úr Nýlistadeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1987. Hann hefur haldið yfir 30 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis. Verk eftir Húbert Nóa er að finna í öllum helstu söfnum landsins sem og í einkasöfnum viðsvegar um heim.

www.HubertNoi.com

Pin It on Pinterest

Share This