INNRAMINNI / Magnús Helgason

Magnús Helgason 9.4-30.4

(1977) myndlistarmaður útskrifaðist frá AKI, Akademie voor Beeldende Kunst Enschede, í Hollandi árið 2001 frá margmiðlunardeild. Magnús vann upphaflega í tímatengda miðla sem kvikmyndagerðamaður, m.a með stop-motion gjörningum sem tengdust tón og hljóðverkum. Magnús vann meðal annars með Tilraunaeldhúsinu, t.d. Jóhanni Jóhannssyni og Apparat Orgel Quartet.

Uppúr 2003 fór Magnús að snúa sér að myndlistartengdari vinnubrögðum með gerð málverka þar sem fundinn efniviður spilar stórt hlutverk. Magnús hefur á undanförnum árum algerlega helgað sig myndlistinni. Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og er sýningin í Týsgalleríi níunda einkasýning hans.

Pin It on Pinterest

Share This