Marta María Jónsdóttir

12.6.-6.7.2014

Eftir prisma kemur kvika

Marta María Jónsdóttir (1974) lærði myndlist í málunardeild Myndlistar og handíðaskóla Íslands og lauk MA-námi í myndlist í Goldsmiths College í London. Jafnframt hefur hún numið teiknimynda- og hreyfimyndagerð, starfað sem teiknari og myndskreytir ásamt því að taka þátt í sýningum hér á landi og erlendis.

Verk hennar eru marglaga þar sem yfirborð, áferð og litir skipta höfuð máli. Það má greina samspil andstæðna í lit, formi og uppbyggingu. Síendurtekin form takast á við óreiðu og gegnsæi. Reglulegir pensildrættir í bland við ósjálfráðar teikningar. Spenna og jafnvægi togast á, form og línur leysast upp og flæða hvert yfir annað á tilviljanakenndan hátt. Einhvers konar upplausn þar sem ólík form og myndir eða myndleysur verða til. Verkin eru að mestu óhlutbundin en vísa þó í einhvers konar lífrænan strúktúr. Saman mynda þau óræðan heim, þar sem geometría, lífræn form og abstraktsjónir fléttast saman við dekkri myndheim og drungalegri undirtón.

http://martajonsdottir.net/

Pin It on Pinterest

Share This