AUGUN / Guðný Guðmundsdóttir

Guðný Guðmundsdóttir 27.11-20.12. 2014

Augun. Fjórar, næstum því alþjóðlega viðurkenndar vinnuteikningar af augum. Studdar af ljósmynd, klippimynd og styttum sem hafa orðið til á síðustu tveimur árum. Ég hef reynt að gæta hlutleysis við gerð þeirra og reynt að greina rétt og nákvæmlega frá ólíkum hliðum augna og skynjunar.

Myndheimur Guðnýjar er draumkenndur og byggir að hluta á arkitektúrískum hugmyndum sem eru unnar í spuna og tilheyra veruleika sem á sér rætur í hugarvíddum listamannsins. Ýmsar persónur eru þar á sveimi, t.d. köttur, mannverur og hestar. Guðný sýnir teikningar og þrívíð verk á sýningunni en verkin eru unnin á undanförnum tveimur árum.

Guðný útskrifaðist frá Myndlista og handíðaskóla Íslands árið 1993, Hochschule für bildende Künste, Hamburg 2006. Guðný býr og starfar í Berlín.

Pin It on Pinterest

Share This