Snorri Ásmundsson

17.2.-23.3.2014

I’m so funny

Snorri Ásmundsson myndlistamaður vinnur list sína í ýmsa miðla, m.a. vídeó, gjörninga, málverk og skúlptúr. Meðal almennings er hann einna þekktastur fyrir samfélagsgjörninga sína en í því samhengi hefur hann hefur boðið sig fram til borgarstjóra, embættis forseta Íslands og til formanns Sjáfstæðisflokksins. Hann hefur einnig leikið í kvikmyndum og leikritum við góðan orðstír. Snorri sem hefur stundum verið kallaður óþekka barnið í íslenskri myndlist stríðir hefðbundnum samfélagsgildum, oftar en ekki,  skellihlæjandi.

Gjörningar, málverk og teikningar

Framsetning gjörningalistar gengur almennt út frá því að sjálfsvitund og hugmyndafræði séu ekki kyrrstæðar heldur í stöðugri þróun (Marco Livingstone 2007). Snorri leitast við að vera sjálfum sér trúr og fer ótroðnar slóðir með opinberum gjörningum þar sem formið er opið og bíður upp á ólíka möguleika til sköpunar og tjáningar. Í ákveðnum tíma og rúmi skapar listamaðurinn sinn veruleika með orku sem hreyfir við ógnum umhverfisins en þar eru viðfangsefnin fyrst og síðast krefjandi og fjölbreytileg: raunverulegar persónur, kúrekar, gyðjur, pólitík, ástin, lífið og dauðinn.

Þannig hafa gjörningar verið notaðir í tímanna rás, allt frá upphafi popplistastefnunnar á 7. og 8. áratug síðustu aldar. Þar voru þeir til þess fallnir að sýna róttæk viðbrögð í hvert skipti sem einhver listastefna varð ríkjandi, t.d. kúbismi, súrrealismi, mínímalismi og jafnvel hugmyndalistin sjálf (Goldberg).

Fjölhæfni Snorra sem poppmyndlistarmanns endurspeglast ekki hvað síst í málverkum hans en undanfarin ár hefur málverkið verið honum hugleikið. Sem dæmi má nefna Orkuflámamyndir hans sem eru kraftmikil sjónverk og um leið, andleg batterí. (Snorri 2006).  Þetta eru verk sem eru einföld í myndbyggingu en margbrotin í efnistökum og merkingu.

Þá hafa  portrettmyndir hans af þjóðþekktum einstaklingum vakið víðtæka athygli fyrir dirfsku og kraftmikið myndmál. Óhætt er að segja að Snorri sé einn áhrifamesti popplistamaður í íslenskri samtímalist og einkennist list hanns af  ástríðu gagnvart hringrás lífs og dauða. Já, dauðinn hefur verið Snorra hugleikinn enda er hann ekki síður áhugaverður en lífið sjálft að mati Snorra. Árið 2009 auglýsti Snorri eftir líki sem hann vildi fá sem einskonar þáttakanda í gjörning og fékk hann sterk viðbrögð frá samfélaginu í kjölfar þess. Þó ekki hafi líkið skilað sér þá var gjörningurinn fullmótaður með því að listamaðurinn kom fram með þessa fyrirspurn. Á þennan hátt ögrar hann og rannsakar viðbrögð samfélagsins sem eru undantekningarlaust afgerandi þegar Snorri á í hlut. Nýlega tók hann þátt í samsýningu í Mexiko og átti samtöl við dauðann. Samhliða gjörningnum sýndi hann teikningar sem fjalla um dauðann.

Listsköpun Snorra ber með sér djúpan skilning á erlendum straumum og stefnum í samtímalist en litríkur ferill hans spannar á 3. áratug. Þegar þetta er skrifað er hann nýkominn heim frá Vínarborg þar sem hann tók þátt í samsýningunni FRANZ GRAF PROGRAMM við mikið lof sýningargesta.

Snorri var nýlega (2013) kosinn einn af áhrifaríkustu íslendingunum að mati Man Magasin kosningin endurspeglar á margan hátt að Snorri er maður fólksins.

Sýningin I´m so funny stendur til 23. Mars.

Sigurlaug Ragnarsdóttir, listfræðingur

BODSmidi

Pin It on Pinterest

Share This