Thirteen prints by thirteen Icelandic Artists

Týsgallerí er lokað um óákveðinn tíma.

Upplýsingar: tysgalleri@tysgalleri.is

INNVIÐIR / WITHIN – Húbert Nói Jóhannesson

Húbert Nói Jóhannesson Húbert Nói Jóhannesson hefur í höfundarverki sínu gaumgæft STAÐSETNINGAR og MINNI og lögmál þeim tengd, KYRRSTÖÐU og HREYFINGU. Minni getur verið persónubundið og sameiginlegt „Fyrir 30 árum gerði ég sjálfsmynd. Af henni má sjá að inní mér var þegar sjálfsmynd Caspar David Friedrich, Der Wanderer ueber dem Nebelmeer, eftir að ég hafði séð og upplifað verkið af myndum. Margir bera það verk þannig innra með sér. Dags daglega er sjálft verkið hins vegar staðsett á norðurvegg í sal á 2.hæð  Hamburger Kunsthalle í Hamborg, Þýskaland” Húbert Nói jóhannesson (1961) útskrifaðist úr Nýlistadeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1987. Hann hefur haldið yfir 30 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis. Verk eftir Húbert Nóa er að finna í öllum helstu söfnum landsins sem og í einkasöfnum viðsvegar um heim. www.HubertNoi.com 1 Staðsetning: Hamburger Kunsthalle 2 Hæð Norðurvegur Olía á striga 135 x 200 cm 2013 Trönur 2  Sjálfsmynd Pappírsskurður Pappír 20 x 26 cm 1985 3  Stereoscope Pappír 14,5 x 6.5 x 4 cm. LISTAMENN INNVIÐIR / WITHIN – Húbert Nói Jóhannesson HOLNING / PHYSIQUE – Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir INNRAMINNI / Magnús Helgason SAMSÍÐA SJÓNARHORN / Eygló Harðardóttir KJÖR / Haraldur Jónsson Á HEIMAVELLI -Guðmundur Thoroddsen AUGUN / Guðný Guðmundsdóttir Björk Guðnadóttir -ERTU VISS Rakel McMahon -RED DIRECTION MÓT – PRINT / Karlotta Blöndal Steingrímur Eyfjörð -MEDUSA Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir -(Ó)stöðugir hlutir / (Un)steady Objects Marta María Jónsdóttir -EFTIR PRISMA KEMUR KVIKA Bjarni H. Þórarinnsson -ÞRÓUNARVÍÐRÓFIÐ Heimir Björgúlfsson -VÆNN SKAMMTUR AF SVÍVIRÐINGUM, ÞAÐ HÁLFA VÆRI NÓG Ólöf Helga Helgadóttir BLÝANTURINN FLJÚGANDI Snorri Ásmundsson -I’M SO FUNNY Kristín Reynisdóttir -VÍDDIR Sara Riel -BARABARRTRÉ Ásmundur...

HOLNING / PHYSIQUE – Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir

Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir 14. 05 – 07. 06 Holning er titill á sýningu eftir Bryndísi Hrönn Ragnarsdóttur. Hluti verkanna eru unninn beint á veggi rýmisins með náttúrulegri vörpun, teikningu, taktfastri hreyfingu og hjúpun. Auk þess verða á sýningunni teikningar af feitu fólki og málmskúlptúrar sem faðma burðarveggi ókunnugra húsa. Saman mynda verkin heild sem hvílir í kjöltu Týsgallerís. Á brúnni runnu saman stálklæddir turnar, grár himinn og reykbólstrar. Turnarnir þrír voru ferningslaga eins og selenít kristallar, himininn var grár og kaldur eins og loftið næst mér og brúarhengið var fölgult. Brúin hallaði dálítð útavið og það var hált. Ég var hrædd um að renna út í ána eða á brúarhengið sem var úr pottjárni undir þykkri fölgulri málningunni, fá blæðandi gat á...

INNRAMINNI / Magnús Helgason

Magnús Helgason 9.4-30.4 (1977) myndlistarmaður útskrifaðist frá AKI, Akademie voor Beeldende Kunst Enschede, í Hollandi árið 2001 frá margmiðlunardeild. Magnús vann upphaflega í tímatengda miðla sem kvikmyndagerðamaður, m.a með stop-motion gjörningum sem tengdust tón og hljóðverkum. Magnús vann meðal annars með Tilraunaeldhúsinu, t.d. Jóhanni Jóhannssyni og Apparat Orgel Quartet. Uppúr 2003 fór Magnús að snúa sér að myndlistartengdari vinnubrögðum með gerð málverka þar sem fundinn efniviður spilar stórt hlutverk. Magnús hefur á undanförnum árum algerlega helgað sig myndlistinni. Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og er sýningin í Týsgalleríi níunda einkasýning...

SAMSÍÐA SJÓNARHORN / Eygló Harðardóttir

Eygló Harðardóttir 5.3.-29.3. 2015   „Upplifunin sem okkur gæti fundist raunveruleg og mælanleg staðreynd er í raun ómælanleg, hún er hluti af einstakri og persónulegri upplifun. Liturinn er allt í kring, hann er ekki fastur við yfirborð hlutanna heldur er upplifunin á honum háð mörgum þáttum og skilyrðum.” Eygló Harðardóttir (f. 1964) lauk námi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og framhaldsnámi við AKI – Akademie voor Beeldende Kunst í Enschede Í Hollandi. Árið 2014 lauk Eygló MA gráðu við listkennsludeild Listaháskóla Íslands með rannsóknarritgerðinni Listaverk gefur vísbendingar um þrívíða nálgun í litanámi. Eygló hefur undanfarið fengist við samsett málverk sem oft eru óhlutbundnir skúlptúrar, staðbundin verk unnin inn í rými ásamt myndbandsverkum. Hún hefur starfað og sýnt verk sín hér heima og erlendis og verk hennar eru í eigu opinberra safna....

KJÖR / Haraldur Jónsson

Haraldur Jónsson 5.2-1.3. 2015 Sýningin KJÖR er með nýjum verkum Haraldar Jónssonar. Haraldur hefur á 25 ára ferli sínum komið víða að í listsköpun sinni og markað sér stöðu með skýr og afgerandi höfundareinkenni. Sú sérstaða markast af því hvernig hann safnar í sarpinn og þræðir sig um ólík rými út frá ákveðinni nálgun — sem er hvort tveggja í senn landkönnun tilfinninga og hins ómælanlega heims. Viðeigandi kjörorð gætu hljómað í þessa veru: “I do not know what I may appear to the world, but to myself I seem to have been only like a boy playing on the sea-shore, and diverting myself in now and then finding a smoother pebble or a prettier shell than ordinary, whilst the great ocean of truth lay all undiscovered before me.” En rétt eins höfundur þessara orða, vísindamaðurinn Isaac Newton var ekki allur þar sem hann var séður — þá býr meir en stundargaman að baki þeirrar leikgleði sem einkennir list Haraldar Jónssonar. Úr úthafinu veiðir hann furðuleg djúpsjávarkvikindi — hugrenningartengsl og tilfinningar — sem draga sannleik upp úr myrkrinu sem við síður viljum kannast við — sannleik sem við jafnóðum sveipum dulum: þagnir, mörk, uggur og litir — út í skapandi...

Á HEIMAVELLI -Guðmundur Thoroddsen

Guðmundur Thoroddsen 8.1-31.1. 2015 Í sýningunni “Á heimavelli” má sjá ný verk þar sem Guðmundur heldur áfram að kanna nútíma karlmennsku. Guðmundur hefur getið sér gott orð bæði hér heima sem og erlendis fyrir myndlist sína en karlmennskan er honum hugleikið viðfangsefni. Karlmenn og hversdagsleikinn birtast í verkum hans þar við sjáum karlmennina etja kappi við hvorn annan í körfubolta heima fyrir. Myndirnar vinnur Guðmundur með blandaðri tækni meðal annars vatnslit og blýant. Á sýningunni má einnig finna skúlptúra eftir Guðmund, svo kallað verðlaunagripi sem benda á sífelda þörf mannsins til að verðlauna sig fyrir afrekin sín. Guðmundur Thoroddsen (f. 1980) lauk BFA námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2003 og stundaði nám í kvikmyndafræði við Háskóla Íslands. Hann stundaði framhaldsnám í School of Visual Arts í New York og útskrifaðist þaðan með MFA gráðu í myndlist árið 2011. Hann hefur haldið einkasýningar bæði hér á landi og í New York og einnig verið hluti af samsýningum á báðum stöðum. Síðasta einkasýning hans bar nafnið Father´s Father og fór fram í Asya Geisberg Gallery í New York í janúar á þessu ári og fékk hún lof gagnrýnenda. Guðmundur í Víðsjá http://www.ruv.is/myndlist/karlmennska-og-hversdagsleiki...

AUGUN / Guðný Guðmundsdóttir

Guðný Guðmundsdóttir 27.11-20.12. 2014 Augun. Fjórar, næstum því alþjóðlega viðurkenndar vinnuteikningar af augum. Studdar af ljósmynd, klippimynd og styttum sem hafa orðið til á síðustu tveimur árum. Ég hef reynt að gæta hlutleysis við gerð þeirra og reynt að greina rétt og nákvæmlega frá ólíkum hliðum augna og skynjunar. Myndheimur Guðnýjar er draumkenndur og byggir að hluta á arkitektúrískum hugmyndum sem eru unnar í spuna og tilheyra veruleika sem á sér rætur í hugarvíddum listamannsins. Ýmsar persónur eru þar á sveimi, t.d. köttur, mannverur og hestar. Guðný sýnir teikningar og þrívíð verk á sýningunni en verkin eru unnin á undanförnum tveimur árum. Guðný útskrifaðist frá Myndlista og handíðaskóla Íslands árið 1993, Hochschule für bildende Künste, Hamburg 2006. Guðný býr og starfar í...

Björk Guðnadóttir -ERTU VISS

Björk Guðnadóttir 30.10. – 22.11 2014 “Líðandin er óslitin framrás fortíðarinnar sem fellur í framtíðina með sívaxandi þunga. Fortíðin er alltaf með okkur. Hver tilfinning og hver hugsun er fortíð sem knýr á dyr vitundarinnar.“ – Henri Bergson – “Introduction á la métaphysiqe”, 1903. Eitt af leiðarstefunum í verkum og innsetningum Bjarkar Guðnadóttur (f.1969) allt frá því hún hóf myndlistarferil sinn, seint á tíunda áratug síðustu aldar, er formræn mótun úr efnivið eins og plasti, lérefti, ullargarni, gifsi og vaxi, þar sem áferð, hreyfing og efniskennd er ríkjandi þáttur. Á sýningunni Ertu viss gefur að líta þrjú ljósmyndaverk og myndbandsverk sem voru gerð á undanförnum tveimur árum og sýnd í sýningarrými Liget Galéria í Búdapest síðastliðið sumar. Björk veltir upp hinum eilífu spurningum um snertifleti tilvistar mannsins, hið drífandi afl sem býr í minni hvers einstaklings og vekur upp ólíkar kenndir. Ljósmyndirnar voru teknar á Lubitel LOMO 166b myndavél, sem skilar grófri áferð og flöktandi fókus. Björk opnar linsuna tvisvar og myndar efni sem hún hreyfir á milli taka. Listamaðurinn myndar ákveðið tímaskeið á milli þess sem opnað er fyrir linsuna og fangar þannig bæði hreyfingu efnis og óskilgreinds tíma, – það sem franski heimspekingurinn Henri Bergson kallaði líðandi eða la durée. Útkoman er abstrakt form sem vekur upp óræðar sammannlegar kenndir – jafnvel yfirbragð munúðar. Í myndbandsverkinu er hægur stígandi, efni bylgjast með líkamlegum takti. Eftirvænting áhorfandans er smám saman byggð upp, berskjölduð manneskja birtist síðan undir hvítu lakinu og setningabrot með staðhæfingum birtast. Í verkinu endurspeglast rannsókn listamannsins á ólíkum hliðum mannlegrar tilvistar og áhorfandinn verður vitni að óþægilegri kennd eða jafnvel ógn þar sem varnarleysi manneskjunnar...

Rakel McMahon -RED DIRECTION

Rakel McMahon 2.10- 26.10. 2014 (f. 1983) býr og starfar í Reykjavík, Íslandi. Hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2008, diplóma gráðu í hagnýtri jafnréttisfræði við Háskóla Íslands árið 2009 og M.Art.Ed. í listkennslufræðum við Listaháskóla Íslands árið 2014. Hún hefur haldið þrjár einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga og annarra menningarlegra viðburða á Íslandi sem og erlendis m.a. Varsjá, Berlín, Edinborg, Kaupmannahöfn og Helsinki. Jafnframt skipar hún annan helminginn af gjörningar tvíeikinu wunderkind collective sem hún, ásamt skáldinu Begþóru Snæbjörnsdóttur, stofnuðu árið 2011. Rakel hefur komið að stofnun, skipulagningu og rekstri fjölda sýningarverkefna og viðburða á sviði menningar og listar. Þar má nefna fyrrum stjórnarmeðlimur Sequences Listahátíðar og núverandi stjórnarmeðlimur Nýlistasafnsins. Viðfangsefni og verk Rakelar hverfast oftar en ekki í kringum kyn, kynhlutverk, kynhneigð, staðlímyndir og samfélagslegum valdastrúktúr. Þar sem nálgun hennar og framsetning á verkum sínum einkennist gjarnan af tvíræðni, myndlíkingu, húmor og endurmati á viðteknum samfélagsnormum. Sýningartexti: Rakel McMahon hefur verið með þráhyggju gagnvart leiðbeiningum um nokkurt skeið og má meðal annars rekja það til þess hve erfitt hún á sjálf með að fara eftir þeim. Hún hefur einnig velt fyrir sér listgildi leiðbeiningabæklinga sem líklegast fæstir hugsa nokkuð um. Í sýningu sinni Red Direction hefur hún einangrað ákveðin tákn og brot úr myndum sem finna má í öryggisleiðbeiningum flugvéla. Þegar táknin eru tekin úr samhengi er áhugavert að skoða hvaða merkingu þau hafa og hvernig túlkun á þeim breytist. Flugvélin er til að mynda algengt tákn þar sem hún er sýnd taka sig á loft og lenda, fara upp og niður og aftur upp og niður. Þegar flugvélin er teiknuð...

MÓT – PRINT / Karlotta Blöndal

Karlotta Blöndal 04.09. – 28.09 2014 Mót / print – af einum stað á annan Á sýningunni Mót / Print – af einum stað á annan, sýnir Karlotta Blöndal (f. 1973) verk sem unnin voru úti í náttúrunni fyrr á þessu ári á samsýningunni STAÐIR / PLACES í Tálknafirði á Vestfjörðum. Verkin hafa tekið á sig nýja mynd, gengið í gegnum umbreytingarferli og birtast í nýju samhengi á nýjum stað. Listamaðurinn teflir saman mótum náttúrunnar sem sýningarrýmis og hinum harða strúktúr gallerísins. Í Tálknafirði helgaði Karlotta sér lítið dalverpi og kom fyrir 13 járnstöngum á víð og dreif um dalinn, efst á þeim voru krókar með pappírsörkum sem fuku til og fundu sér stað í náttúrunni og veðruðust í nokkra daga. Arkirnar mótuðust af náttúruöflunum; drukku í sig rigningarvatn, fengu lit af jarðvegi og grasi og jafnvel ummerki eftir skordýr. Sýningargestum var síðan boðið í „sýningarrýmið” að skoða afraksturinn, – afþrykk náttúrunnar. Verkin endurspegla samvinnu listamanns og náttúru, eru einhverskonar skrásetning og sýnataka sem verður til í bilinu milli náttúru og pappírs. Þau eru unnin út frá fagurfræði náttúrunnar, þar sem Karlotta nálgast viðfangsefnið á afar varfærinn hátt og afhendir náttúrunni auðmjúklega vald listamannsins til þess að myndgera verkin. Líkt og Robert Smithson gerði í non-site verkum sínum seint á sjöunda áratug síðustu aldar tengir Karlotta saman tvo ólíka póla á sýningunni Mót / Print – af einum stað á annan. Í járnstöngunum má sjá ummerki náttúrunnar og í videóverkinu Rok vísar hún til staðarins (site), þaðan sem efniviðurinn kemur – til verða vensl milli gallerírýmisins sem ekki-staðar (non-site) og staðar. Karlotta knýr fram díalektískt samband milli ósnortinnar náttúrunnar...

Steingrímur Eyfjörð -MEDUSA

Steingrímur Eyfjörð 7.8.-31.8.2014 MEDUSA Texta sem fylgir sýningunni má finna HÉR Steingrímur Eyfjörð (f.1954) hefur verið mikilvirkur þátttakandi í myndlistarlífinu um árabil. Hann útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1978 og fór í framhaldsnám við Ateneum í Helsinki. Þaðan hélt Steingrímur í Jan Van Eyck Akademíuna í Hollandi og lauk námi árið 1983. Steingrímur tók fullan þátt í þeirri kraftmiklu gerjun sem átti sér stað í myndlistinni á Íslandi á áttunda áratugnum og var einn stofnanda Gallerís Suðurgötu 7. Galleríið var vettvangur fyrir ýmiss konar menningarstarfsemi þar sem mættust listamenn úr ólíkum greinum, það gaf einnig út menningartímaritið Svart á hvítu þar sem Steingrímur var í ritstjórn. Hann var einnig meðal stofnfélaga Nýlistasafnsins og kom að ritstjórn tímaritsins Tenings. Hann var fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum árið 2007 og hlaut Sjónlistaverðlaunin fyrir þá sýningu ári síðar. C.G. Jung taldi mannkynið búa yfir hugmyndasögulegum arfi sem næði lengra en sögulegt minni okkar; sammannlegt minni sem væri grafið í dulvitundinni. Eðli tákna er hvorki rökrétt né órökrétt – það byggir bæði á röklegum staðreyndum sem og órökrænum staðreyndum beinnar skynjunar, hvort sem hún er innri eða ytri skynjun. Hér vísar Jung til þess að bein skynjun er eitthvað sem við getum ekki höndlað með orðum, við verðum að vinna úr skynjuninni. Tákn þrungið merkingu er lifandi tákn, það talar bæði til hugsunar og tilfinninga og verður aðeins til í þróuðum mannsanda. Grunlaus hugur er ekki fær um að skapa tákn, hann lætur duga þau tákn sem fyrir eru. Á sýningunni MEDUSA sýnir Steingrímur sjö myndpör unnin með blandaðri tækni þar sem hann teflir grímu Medúsu fram sem tákni gegn kerfisbundinni og...

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir -(Ó)stöðugir hlutir / (Un)steady Objects

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir 10.07.-03.08. 2014 (Ó)stöðugir hlutir / (Un)steady Objects “The main thing wrong with painting is that it is a rectangular plane placed flat against the wall.” – Donald Judd, “Specific Objects”, 1965. Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir (f.1976), hefur á undanförnum árum vakið athygli fyrir stórar rýmisinnsetningar sínar þar sem samspil listaverksins við rýmið og rýmisskynjun áhorfandans eru jafnan í forgrunni. Tilraunir listamannsins með form, lit og línu leika lykilhlutverk og lokka áhorfandann til hreyfingar og þar með margbreytilegrar skynjunar verkanna. Á sýningunni (Ó)stöðugir hlutir / (Un)steady Objects sýnir Ingunn Fjóla málverk á minni skala en oft áður, þau standa sem sjálfstæð verk en taka líka mið af rýminu og eiga í samtali við það. Ingunn Fjóla notar akrýlmálningu, ullargarn, nylonþræði og tré sem efnivið til að brjóta upp flatan, tvívíðan heim málverksins. Línan er hér mikilvægur hlekkur í verkum listamannsins líkt og áður. Í sumum verkanna eru þræðir notaðir sem undirlag fyrir málverk í stað hefðbundins striga. Þræðirnir gegna því tvíþættu hlutverki; annars vegar sem undirlag og hins vegar sem sjálfstæður hluti af myndbyggingunni. Málaðir fletir á veggjum gallerísins mynda bakgrunn og þannig teygja verkin sig inn í og mynda samspil við rými gallerísins. Mörk milli bakgrunns og forgrunns verða óljós og erta sjónræna skynjun áhorfandans. Myndheimur Ingunnar Fjólu er síkvikur og margbreytilegur. Við fyrstu sýn er strangflatar geometrían áberandi; formrænar tilraunir þar sem stíf formfesta og regla byggja upp myndflötinn. En það er ekki allt fyrirfram gefið, nýtt sjónarhorn áhorfandans gefur nýja mynd og nýja skynjun. Áhorfandinn er laðaður til að hreyfa sig og skoða verkin frá fleiri hliðum. Liturinn, formið og línan taka breytingum og birtast...

Marta María Jónsdóttir -EFTIR PRISMA KEMUR KVIKA

Marta María Jónsdóttir 12.6.-6.7.2014 Eftir prisma kemur kvika Marta María Jónsdóttir (1974) lærði myndlist í málunardeild Myndlistar og handíðaskóla Íslands og lauk MA-námi í myndlist í Goldsmiths College í London. Jafnframt hefur hún numið teiknimynda- og hreyfimyndagerð, starfað sem teiknari og myndskreytir ásamt því að taka þátt í sýningum hér á landi og erlendis. Verk hennar eru marglaga þar sem yfirborð, áferð og litir skipta höfuð máli. Það má greina samspil andstæðna í lit, formi og uppbyggingu. Síendurtekin form takast á við óreiðu og gegnsæi. Reglulegir pensildrættir í bland við ósjálfráðar teikningar. Spenna og jafnvægi togast á, form og línur leysast upp og flæða hvert yfir annað á tilviljanakenndan hátt. Einhvers konar upplausn þar sem ólík form og myndir eða myndleysur verða til. Verkin eru að mestu óhlutbundin en vísa þó í einhvers konar lífrænan strúktúr. Saman mynda þau óræðan heim, þar sem geometría, lífræn form og abstraktsjónir fléttast saman við dekkri myndheim og drungalegri undirtón....

Bjarni H. Þórarinnsson -ÞRÓUNARVÍÐRÓFIÐ

Bjarni Þórarinnsson 15.5-8.6.2014 Þróunarvíðrófið Bjarni H. Þórarinsson útskrifaðist frá Nýlistadeild Myndlista- og handíðaskólans árið 1977 og hefur verið virkur þátttakandi í myndlistarlífinu æ síðan. Hann var einn af stofnendum Gallerís Suðurgötu 7 sem var mikilvæg miðstöð í þróun framlínumyndlistar á Íslandi og einn af stofnfélögum Nýlistasafnsins 1978. Fyrstu árin vann Bjarni í anda nýlistarinnar og Fluxus, og samdi og flutti meðal annars ýmiss konar gjörninga og performansa. Þekkt er til að mynda þegar gróf sig upp að hálsi í Klambratún svo aðeins höfuðið stóð upp úr sverðinum og spjallaði þannig við vegfarendur. Veturinn 1987-88 tók listsköpun Bjarna nýja stefnu því þá hóf hann rannsókn sem átti eftir að endast honum meira en tvo áratugi – og er enn ekki lokið. Upphaflega var ætlun hans að glöggva sig betur á eðli forma og myndflata. Fyrstu verkin í þessari nýju rannsókn voru abstrakt samsetningar þar sem litir og form raðast saman eftir myndrænni reglu og niðurstaðan er eins konar tilraun um sjónræna bragarhætti. Eins og oft gerist þegar við leitumst við að einfalda hugsun okkar – að finna einföldustu og grundvallarlegustu regluna sem við getum byggt skilning okkar á – opnuðust Bjarna þarna óþrjótandi nýir möguleikar og hann skilgreindi rannsókn sína sem nýja fræðigrein: Sjónháttafræði. Bjarni fór fljótlega að útfæra hugmyndir sínar með aðstoð texta. Í tungumálinu og hinum ritaða texta gat Bjarni þróað formkerfi sín og dregið fram skyldleika og líkindi orða og jafnvel hugtaka á skýran og stundum tæmandi hátt. Hráefni rannsóknarinnar eru listar þar sem Bjarni teiknar orð upp í kerfi sem gera honum kleift að búa til eins konar beygingarlykla sem hann nýtir síðan í nýja texta...

Heimir Björgúlfsson -VÆNN SKAMMTUR AF SVÍVIRÐINGUM, ÞAÐ HÁLFA VÆRI NÓG

Heimir Björgúlfsson 17.4.-11.5.2014 VÆNN SKAMMTUR AF SVÍVIRÐINGUM, ÞAÐ HÁLFA VÆRI NÓG Í verkum sínum varpar Heimir Björgúlfsson fram spurningum á persónulegan hátt um samskipti mannsins og umhverfi hans, sín og umhverfis síns. Hvernig við sjáum það og upplifum eftir því hver við erum, og hvaðan við komum. Hann hefur áhuga á að spyrja hvernig við tökumst á við náttúruöflin og hvernig þau birtast í okkar daglega umhverfi og hvernig hið undarlega eða óvænta getur sprottið úr því. Við höfum flest öll myndað okkur skoðanir á því hvað náttúran er, hvort sem við erum frá Íslandi eða annarstaðar frá. Flest fólk býr yfir einhverskonar persónulegu sambandi við náttúruna og það má einnig deila um hver mörkin á milli manns og náttúru eru, hvað sé manngert og hvað sé náttúrlegt umhverfi. Við getum endalaust efast um hversu náttúruleg náttúran er og fyrir hverjum. Við getum verið að horfa á nákvæmlega sama umhverfið eða landslagið, en upplifað það á gerólíkan hátt. Skynjun okkar og skilningur er ekki hlutlaus heldur á sér stað í ákveðnu menningarlegu samhengi og er því ávalt hlaðinn menningarbundinni og/eða persónulegri merkingu. Listamaðurinn er ekki að leita lausna, heldur varpa fram spurningum. Þetta kemur fram í gegnum mismunandi miðla, þar sem Heimir leitast vísvitandi við að nota mismunandi vinnuaðferðir sem nærast á og upphefja hvor aðra en stangast ætíð á. Öll verkin byrja útfrá hugmyndum um klippimyndir og hann notar eigið umhverfi sem brunn fyrir verk sín, þar sem hann býr, hefur búið og ferðast. Að læra í Hollandi hafði mjög mótandi áhrif á Heimi sem listamann, þar sem hérumbil hver fermetri af landi er skipulagður af mönnum, jafnvel...

Ólöf Helga Helgadóttir BLÝANTURINN FLJÚGANDI

Ólöf Helga Helgadóttir 27.3.-13.4.2014 Ólöf Helga útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2005 og Slade School of Fine Art í London árið 2010.  Hún hefur tekið þátt í sýningum hér heima og erlendis. Ólöf býr og starfar í Reykjavík. Blýanturinn fljúgandi Til beggja hliða, í augnhæð á miðjum veggjunum vinstra og hægra megin hanga þykk, hringlaga pappírsverk. Þau eru á stærð við matardiska og hanga nákvæmlega hvort á móti öðru – spegla hvort annað – og mynda þannig heild. Hringirnir eru límdir hver ofan á annan. Stærsti hringurinn er innstur og ystur, síðan minnkar þvermálið um 4 mm með hverjum hring sem er límdur ofan á miðju þess sem fyrir er. Í kringum hvern hring er strikað með blýanti og þegar maður horfir á verkin minna blýantshringirnir á spírala. Það eykur þessi áhrif að línan er misþykk og blýantinum er misfast beitt, þannig að hún er líka misdökk. Verkin eru þykkust í miðjunni og þynnast eftir því sem utar dregur. Á miðjum veggnum á móti, hangir stórt pappírsverk. Þetta var upphaflega risavaxin pappírsskutla. Nema hvað, að Ólöf braut skutluna óvart vitlaust saman og við það urðu til aukahólf innan í henni. Verkið hefur verið sagað í sundur í þrjá jafnlanga hluta sem síðan eru festir saman aftur með bandi. Á pappírinn allan er teiknað þétt mynstur með blýanti. Til að gera mynstrið bjó Ólöf til stensil með útlínuteikningu af vörum sínum. Munnurinn er opinn, en engar tennur sjást. Stærstu brotin í pappírnum eru bólstruð með tróði og svo límt fyrir endana. Öllu er svo haldið saman á nokkrum stöðum niður eftir skúlptúrnum með hvítu, þykku bómullarbandi sem er þrætt í...

Snorri Ásmundsson -I’M SO FUNNY

Snorri Ásmundsson 17.2.-23.3.2014 I’m so funny Snorri Ásmundsson myndlistamaður vinnur list sína í ýmsa miðla, m.a. vídeó, gjörninga, málverk og skúlptúr. Meðal almennings er hann einna þekktastur fyrir samfélagsgjörninga sína en í því samhengi hefur hann hefur boðið sig fram til borgarstjóra, embættis forseta Íslands og til formanns Sjáfstæðisflokksins. Hann hefur einnig leikið í kvikmyndum og leikritum við góðan orðstír. Snorri sem hefur stundum verið kallaður óþekka barnið í íslenskri myndlist stríðir hefðbundnum samfélagsgildum, oftar en ekki,  skellihlæjandi. Gjörningar, málverk og teikningar Framsetning gjörningalistar gengur almennt út frá því að sjálfsvitund og hugmyndafræði séu ekki kyrrstæðar heldur í stöðugri þróun (Marco Livingstone 2007). Snorri leitast við að vera sjálfum sér trúr og fer ótroðnar slóðir með opinberum gjörningum þar sem formið er opið og bíður upp á ólíka möguleika til sköpunar og tjáningar. Í ákveðnum tíma og rúmi skapar listamaðurinn sinn veruleika með orku sem hreyfir við ógnum umhverfisins en þar eru viðfangsefnin fyrst og síðast krefjandi og fjölbreytileg: raunverulegar persónur, kúrekar, gyðjur, pólitík, ástin, lífið og dauðinn. Þannig hafa gjörningar verið notaðir í tímanna rás, allt frá upphafi popplistastefnunnar á 7. og 8. áratug síðustu aldar. Þar voru þeir til þess fallnir að sýna róttæk viðbrögð í hvert skipti sem einhver listastefna varð ríkjandi, t.d. kúbismi, súrrealismi, mínímalismi og jafnvel hugmyndalistin sjálf (Goldberg). Fjölhæfni Snorra sem poppmyndlistarmanns endurspeglast ekki hvað síst í málverkum hans en undanfarin ár hefur málverkið verið honum hugleikið. Sem dæmi má nefna Orkuflámamyndir hans sem eru kraftmikil sjónverk og um leið, andleg batterí. (Snorri 2006).  Þetta eru verk sem eru einföld í myndbyggingu en margbrotin í efnistökum og merkingu. Þá hafa  portrettmyndir hans af...

Kristín Reynisdóttir -VÍDDIR

Kristín Reynisdóttir 23.1-16.2.2014 Víddir Kristín Reynisdóttir opnaði sýninguna Víddir í Týsgalleríi á Týsgötu 3 fimmtudaginn 23 janúar. Sýningin Víddir fjallar um tabú og manngerða múra bæði huglæga og efnislega. Sýningin er byggð á viðtölum sem Kristín átti við einstaklinga sem bjuggu í Austur-Berlín fyrir fall múrsins. Viðtölin áttu sér stað sumarið 2013 og eru verkin abstrakt portrett unnin út frá frásögnum og lýsingum þessa fólks af lífi og reynslu þess af því að búa innan múrsins, og síðan upplifun þeirra af hruni múrsins. Líkamlegar og andlegar víddir eru skoðaðar, fallið og lífið í dag, hvernig við samsömum okkur með umbreytingum pólitískum og fjárhagslegum. Árið 1987 útskrifaðist hún frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands, skúlptúrdeild, og fór í framhaldi af því til þýskalands og nam við Staatlich Kunstakademie Dusseldorf. Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hérlendis og erlendis en þetta er 17 einkasýng hennar. Nánari upplýsngar eru á heimasíðu hennar:...

Sara Riel -BARABARRTRÉ

Sara Riel 19.12.2013-19.1.2014 Barabarrtré Sara Riel er fædd í Reykjavík 1980, menntuð í Listaháskóla Íslands og Weissensee listaháskólanum í Berlín. Sara á að baki fjölmargar sýningar, hérlendis og erlendis; hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir list sína og þykir einn af áhugaverðustu listamönnum sinnar kynslóðar. Hún hefur fengist við flestöll listform sem hægt er að láta sér detta í hug, auk þess að sinna sýningastjórn. Á sýningunni Barabarrtré vill Sara vekja okkur til umhugsunar um skógrækt á Íslandi og viðhorf til mismunandi trjátegunda. Hvers vegna dásamar fólk lauftré eins og birki og hlyn á sumrin og lítur á þau sem innlendar tegundir, en barrtré njóta eingöngu náðar um jólaleytið; eru annars talin framandi, ágeng tegund? Sé fólk spurt nánar eru svörin oftar fagurfræðilegs eðlis heldur en líf- eða vistfræðilegs. Fólk ber saman gildi óhefts útsýnis annars vegar og uppgræðslu skóga og kosti þeirra hins vegar. Er þetta ekki plönturasismi? Til hvers erum við að rækta fjölbreyttan skóg? Hvers vegna mismunum við trjátegundum í skógrækt, en göngum svo langt í dýrkun barrtrjáa á þessum árstíma að fólk er jafnvel tilbúið til að kaupa eftirmyndir þeirra úr mengandi plasti í stað þess að sækja náttúrulegan efnivið sem hægt er að endurnýta? Um jólin þykja greni og fura eftirsóknarverð og sjálfsagt að flytja inn barrtré ræktuð á stórum ökrum í öðrum löndum. Þau eru altari jólagjafanna í stofum okkar, með ilmi sínum og útliti. Þangað til þau eiga ekki lengur upp á pallborðið og er fleygt út eftir um það bil tvær vikur. Hér er lögð fram tillaga um nýja landgræðsluaðferð og nýjan tilgang fyrir haglabyssur: „Maðurinn minn er skógfræðingur svo ég þekki umræðuna mjög...

Ásmundur Ásmundsson -NÝJAR TEIKNINGAR

Ásmundur Ásmundsson 14.11.-15.12.2012 Nýjar teikningar Á sýningunni voru nýjar teikningar sem listamaðurinn hefur unnið undanfarin ár. Verkin eru hluti af löngu ferli sem hófst árið 2006 í Viðey. Ásmundur fékk hóp grunnskólabarna til að grafa holu ofan í eyjuna og var hún síðan fyllt með steinsteypu. Teikningarnar gefa innsýn í einn þátt þessa magnaða ferlis. Þær eru kraftmiklar og efnisríkar og má segja að þær beri í sér þær djúpu og brengluðu tilfinningar sem þjóðin gerði tilraun til að tjá eftir að uppgangsbólan sprakk í andlit hennar. Eftir stóð risastór hola í umhverfinu og í hjörtum fólks. Holan var fyllt með steypu og má segja að hún sé einskonar táknmynd fyrir þetta undarlega ástand sem myndaðist við uppganginn, hrunið og eftirmála þess, tíma sem við erum að upplifa núna. Ásmundur Ásmundsson er fæddur á Akureyri árið 1971 og þarf vart að kynna. Hann hefur haldið tuttugu og tvær einkasýningar, tekið þátt í yfir fimmtíu samsýningum og framið um sextíu gjörninga. Ásmundur tekur virkan þátt í opinberri umræðu og hefur skrifað á sjöunda tug greina fyrir tímarit og dagblöð og gefið út þrjár bækur. Af einkasýningum ber helst að nefna sýninguna Holu í Listasafni Reykjavíkur árið 2009 sem tilnefnd var til Sjónlistaverðlaunanna 2012. Sýningin í Týsgallerí er sjálfstætt framhald hennar. Af samsýningum má nefna 5th Nordic Biennal of Contemporary Art í Moss, Noregi og Sjónlist 2012 í Listasafninu á Akureyri. Þá hefur hann verið í hlutverki sýningarstjórans, m.a. á hinni umdeildu Koddu árið 2011 ásamt Hannesi Lárussyni og Tinnu Grétarsdóttur. Ásmundur hefur gert sér það að listformi að halda ræður við ýmis hátíðleg tækifæri og hefur bókin Kæru vinir –...

Baldur Geir Bragason -MERKI

Baldur Geir Bragason MERKI 10.10.-10.11 2013 Baldur Geir Bragason útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2001 og frá Kunsthochschule Berlin Weissensee 2007. Hann hefur verið starfandi sem myndlistarmaður frá útskrift og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum og haldið einkasýningar. Sýningin hér ber heitið Merki og sýnir hann þrjú verk; Merki, Þroski og Innkaupapoki. Myndlist Baldurs er myndlist um list þar sem listin hverfist um sjálfa sig. Hann notar hefðbundna miðla og viðfangsefnin eru kunnugleg, jafnvel hversdagsleg. Í verkunum felast jafnframt nútímalegar skýrskotanir þar sem hið ofurvenjulega er hafið upp á plan listarinnar og er útkoman marghlaðinn einfaldleiki. Þegar verkin koma saman þá verður til sértakt samtal ólíkra verka sem færir áhorfandan inn í einhverskonar sögu, jafnvel ummerki atburðarrásar sem þó er erfitt að setja fingurinn...

Pin It on Pinterest

Share This